Betsson styður HM kvenna í handbolta
HM kvenna í handbolta verður haldið í Svíþjóð, Danmörk og Noregi. Betsson er stolt af því að vera aðalstyrktaraðili 26. IHF Heimsmeistarakeppni kvenna í handbolta. Mótið verður sett 29. nóvember og fer úrslitaleikurinn fram 17. desember 2023. 32 landslið stefna á úrslitaleikinn um gullið sem fer fram í Herring, Danmörku. Á vefsíðu Betsson þykir Noregur sigurstranglegast, síðan fylgja Frakkland, Danmörk, Holland og Svíþjóð í kjölfarið.
„Við fögnum því að Betsson sé aðalstyrktaraðili 26. HM kvenna í handbolta. Þökk sé samstarfsaðila okkar, SPORTFIVE, náðum við samkomulagi við netspilafyrirtækið Betsson. Markmið okkar er að auka spennuna á HM,“ segir Dr. Hassan Moustafa, forseti IHF.
„Við erum hæstánægð með að Betsson sé samstarfsaðili okkar á HM kvenna í handbolta. Betsson hefur mikla reynslu af því að styðja við konur í íþróttum og við erum sannfærð um að samstarf okkar auki spennuna og lyfti mótinu í nýjar hæðir,“ segir Robert Müller von Vultejus hjá SPORTFIVE.
Þetta verður í fyrsta skipti sem Betsson styður handboltaíþróttina og hefur nú eflt stöðu sína sem leiðandi veðmálafyrirtæki Norðurlanda. Vörumerki Betsson verður áberandi á LED-skjám á keppnisstöðum og fjölbreytt úrval stuðla verður í boði á alla leiki.

Photo: TT.
Betsson hefur ávallt stutt við bakið á þátttöku kvenna í íþróttum og var Sportsbook-félagi CONMEBOL Copa América Femenina 2022 og er aðalstyrktaraðili kvennaliðana Athletico Paranaense og Club Atletico Boca Juniors.
„Við erum styrktaraðilar HM því við viljum veg kvenna sem mestan í íþróttaheiminum. Við vonum að stuðningur okkar við heimsmeistaramótið og útbreiðsla okkar á heimsvísu auki áhugann til muna,“ segir Robin Olenius, almannatengslastjóri Betsson Group.